Um er að ræða gögn úr þremur könnunum sem gerðar voru 2016, 2020 og 2023 til að kanna viðhorf íbúa víða um land til ýmissa málefna sem varða búsetuskilyrði og hagi fólks. Hvatinn að könnuninni var áþreifanlegur gagna- og upplýsingaskortur um fámennari samfélög á landsbyggðinni sem ekki aðeins er oft ólík ólík höfuðborgarsvæðinu heldur eru þessi samfélög oft líka ólík innbyrðis. Mikilvægt er að hafa góð gögn um það í hverju sá munur felst og að geta greint stöðu samfélaganna víða um land svo unnt sé að sinna markvissri byggðaþróun og rannsóknum á því sviði.