Um er að ræða lýðfræðilegar upplýsingar og áætlaða stéttarstöðu félaga í Kommúnistaflokki Íslands (1930-1938) og Sameiningarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum (1938-1968). Skráin byggist á félagatali þessara flokka sem Skafti Ingimarsson tók saman í tengslum við rannsókn sem fjallaði um sögu hreyfingar íslenskra kommúnista og sósíalista á tímabilinu 1918-1968. Félagatalið sem til varð við rannsóknina er geymt á Þjóðskjalasafni (ÞÍ. Skafti Ingimarsson (1971) sagnfræðingur 2022-060) en gagnaskráin hefur að geyma ópersónugreinanlegar upplýsingar um kyn, fæðingarár, fæðingarsýslu, starfsheiti og fleiri slíka þætti.